Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 31. október 2022 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markið sem var tekið af Dagnýju - „Hvar er brotið?"
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var á skotskónum í gær þegar West Ham tapaði 3-1 gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrirliðinn hefur verið á þvílíku flugi með Hömrunum á þessu tímabili og hjálpað liðinu í stigasöfnuninni.

Hún kom West Ham á bragðið á 35. mínútu í dag eftir að leikmaður Arsenal átti slaka sendingu til baka. Nýtti Dagný sér það og kom West Ham yfir.

Dagný skoraði stuttu fyrir það mark og var það ansi laglegt mark með skalla en það var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Vafasöm dómgæsla þar en Dagný sjálf lýsti yfir óánægju sinni með dóminn á samfélagsmiðlum.

„Afsakið... en hvar er brotið?" skrifaði Dagný við myndband af atvikinu.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan. Markið hefði verið það fyrsta í leiknum.

Dagný er búin að eiga frábært tímabil þar sem hún hefur oftast leikið framarlega á miðju hjá West Ham. Hún er næst markahæst í ensku úrvalsdeildinni með fjögur mörk.



Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner