Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 31. október 2022 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Abraham með afar slæmt klúður
Mynd: EPA

Tammy Abraham sóknarmaður AS Roma hefur legið undir gagnrýni á upphafi tímabils þar sem honum hefur ekki gengið vel að skora mörk.


Abraham er aðeins kominn með þrjú mörk í sextán leikjum það sem af er tímabils og eru stuðningsmenn Rómverja ekki sáttir með hversu mörgum færum Englendingurinn klúðrar.

Þeir voru ekki ánægðir með frammistöðu hans gegn Verona fyrr í kvöld þar sem Abraham átti tvö stangarskot, en annað þeirra var úr algjöru dauðafæri og gæti flokkast sem eitt af klúðrum tímabilsins í Serie A og víðar.

Roma stóð uppi sem sigurvegari að lokum og er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar með 25 stig eftir 12 umferðir.

Roma keypti Abraham fyrir 40 milljónir evra í fyrra og skoraði hann 27 mörk í 53 leikjum á sínu fyrsta tímabili. 

Abraham er í byrjunarliðsbaráttu við Andrea Belotti og gæti misst sætið sitt til hans ef hann fer ekki að finna netið á ný.

Sjáðu klúðrið


Athugasemdir
banner