Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Tíu leikmenn Getafe héldu út og sóttu sigurinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Elche 0 - 1 Getafe
0-1 Enes Unal ('55)
Rautt spjald: Jordan Amavi, Getafe ('79)


Elche og Getafe áttust við í eina leik kvöldsins og síðasta leik tólftu umferðar í La Liga.

Þar var mikil dramatík á lokakaflanum þar sem tíu leikmenn Getafe reyndu að halda í forystu.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en Enes Unal kom Getafe yfir snemma í síðari hálfleik.

Rúmum tuttugu mínútum síðar fékk Jordan Amavi, fyrrum leikmaður Aston Villa, sitt seinna gula spjald og því voru gestirnir frá Getafe leikmanni færri síðasta stundarfjórðunginn.

Heimamenn komust í fínar stöður til að jafna en besta færið kom á 87. mínútu þegar Lucas Boye steig á vítaspyrnupunktinn. Spyrnan frá Boye reyndist ekki sú besta og varði David Soria nokkuð þægilega frá honum eftir að hafa valið rétt horn.

Elche fékk gott færi í uppbótartíma en tókst ekki að jafna og dýrmæt stig komin í hús fyrir Getafe. Liðið er komið með 13 punkta, þremur meira en Sevilla sem situr óvænt í fallsæti.

Elche á enn eftir að vinna leik á deildartímabilinu og er aðeins með fjögur stig.


Athugasemdir
banner
banner