Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 31. október 2022 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Hákon Rafn hélt hreinu og Sveinn Aron lagði upp
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson léku allan leikinn er Elfsborg lagði fallið lið Helsingborg að velli í næstsíðustu umferð sænska deildartímabilsins.


Hákon Rafn hélt hreinu og lagði Sveinn Aron annað mark leiksins upp fyrir Alexander Bernhardsson sem er kominn með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.

Elfsborg siglir lygnan sjó í efri hlutanum, með 46 stig eftir 29 umferðir. 

Íslendingalið Norrköping tapaði þá heimaleik gegn Djurgården, sem tryggði sér um leið annað sætið.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem heimamenn virtust vera með yfirhöndina en gestirnir náðu að stela sigrinum seint í uppbótartíma. 

Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn í liði Norrköping og kom Andri Lucas Guðjohnsen inn af bekknum. Ari Freyr Skúlason var ónotaður varamaður. 

Elfsborg 3 - 0 Helsingborg
1-0 A. Bernhardsson ('42)
2-0 A. Bernhardsson ('66)
3-0 A. Qasem ('77)

Norrköping 0 - 1 Djurgården
0-1 H. Radetinac ('97)

Í kvennaboltanum var Guðrún Arnardóttir á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá meistaraliði Rosengård sem er búið að tryggja sér sænska titilinn annað árið í röð.

Rosengård vann þægilegan sigur á Djurgården á meðan Häcken rústaði AIK og deilir öðru sætinu með Linköping fyrir lokaumferðina. Agla María Albertsdóttir er samningsbundin Hacken en var hjá Breiðablik á láni í sumar.

Rosengård 3 - 0 Djurgården

Häcken 7 - 1 AIK


Athugasemdir
banner
banner
banner