Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. október 2022 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veit ekki til þess að Stjörnumenn séu búnir að tala við Matta
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson var orðaður við HK, Stjörnuna og Víkinga í slúðurpakkanum í síðustu viku.

Matti er að verða samningslaus og það er óvíst hvort hann verði áfram í Hafnarfirðinum.

Víkingar hafa staðfest að þeir hafi mikinn áhuga á honum en Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, gat ekki staðfest áhuga á leikmanninum í viðtali síðastliðinn laugardag.

„Ég sá þetta bara á Fótbolta.net," sagði Gústi eftir sigurleik gegn KR um liðna helgi.

„Matti Villa er frábær leikmaður og með frábæran feril. Hann á einhver ár eftir, en við erum ekki búnir að tala við hann að ég held."

Það verður fróðlegt að sjá hvar Matthías endar, en hann skoraði níu mörk í 26 deildarleikjum í sumar. FH endaði í tíunda sæti Bestu deildarinnar.
Gústi verður áfram í Garðabænum: Jú, það er staðfest
Athugasemdir
banner
banner