Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. október 2022 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Wales ætlar að breyta nafninu í Cymru eftir HM
Mynd: Getty Images

Velska fótboltalandsliðið gæti breytt nafninu sínu úr Wales yfir í Cymru eftir HM í Katar.


Velska knattspyrnusambandið notar nú þegar orðið Cymru bæði munnlega og skriflega í stað Wales. Undanfarið hefur verið mikil ólga í tungumálaheiminum þar í landi þar sem velska tungumálið virðist vera með sterka endurkomu.

Wales hefur þegar rætt óformlega við stjórnendur UEFA um að breyta nafninu og telur Noel Mooney, framkvæmdastjóri velska knattspyrnusambandsins, nafnabreytinguna aðeins vera tímaspursmál.

„Liðið ætti alltaf að vera kallað Cymru eins og við köllum það hér hjá sambandinu sem og fólkið í landinu. Öll landsliðin okkar heita Cymru," segir Mooney.

„Okkur líður eins og það þurfi smá alþjóðlega vitundavakningu áður en við breytum nafninu þannig við ætlum að mæta á HM í Katar sem Wales. En ég held að nafninu verði breytt eftir viðræður við alla viðeigandi aðila á næsta ári."


Athugasemdir
banner
banner