Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
   sun 20. september 2015 18:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Gary Martin: Búið að vera martröð - Hef ekki hugmynd hvort ég verði áfram
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary í kunnulegri stöðu.
Gary í kunnulegri stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gary Martin Framherji KR kom í ítarlegt viðtal við Fótbolta.net eftir 3-0 tap liðsins gegn Stjörnunni í dag.

Englendingurinn byrjaði á bekknum eins og svo oft áður í sumar og var löngu orðið ljóst að hann var ekki sáttur við það hlutskipti.

Við byrjuðum á leik dagsins og segir hann að rauða spjaldið sem Stefán Logi Magnússon, markmaður liðsins fékk hafi breytt leiknum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Stjarnan

„Rauða spjaldið breytti leiknum, áður en við misstum mann útaf var þetta jafn leikur. Þótt þeir séu að eiga lélega leiktíð þá eru þeir samt með toppleikmenn. Þegar þeir eru manni fleiri þá verða þeir betri"

Hann sá þó ekki atvikið.

„Nei en ég talaði við menn sem voru fyrir aftan markið og þeir sögðu að þetta væri víti. Rauða spjaldið var harður dómur."

Gary var spurður út í spilatímann sinn hjá KR í sumar.

„Þetta er búið að vera martröð fyrir mig. Ég er búinn að byrja sex leiki í deildinni. Ég er ekki búinn að standa mig en ég hef ekki verið að fá tækifæri. Þetta er búið að vera erfitt fyrir mig og við höfum ekki unnið titil. KR er byggt á velgengni. Þú getur samt ekki unnið deildina nema þú eyðir ruglað miklum peningum eins og FH. Þeir keyptu deildina."

Gary segist hafa fengið útskýringar um hvers vegna hann hefur ekki spilað meira en vildi ekki deila þeim.

„Já, en ég ætla ekki að deila þeim núna. Það er ástæða fyrir öllu. Ég verð að taka því, ég verð mikið sterkari á næstu leiktíð. Ég var markakóngur tvö ár í röð og nú fæ ég varla að spila, það eru vonbrigði."

Hann var síðan spurður hreint út hvort hann yrði ennþá hjá KR á næstu leiktíð.

„Ég skal vera hreinskilinn, ég veit það ekki. Ég er ekki ánægður með þessa leiktíð og það verður tekin ákvörðun eftir leiktíðina en mitt hreinskilnislega álit er að ég hef enga hugmynd. Ég verð að spila, fólk skiptir um félög. Ég hef enga hugmynd hvort ég verði áfram á Íslandi, ég hef enga hugmynd hvort ég fari út. Ég er bara 24 ára og á fullt af árum eftir."

Gary segist vilja vera að berjast um markakóngstitilinn.

„Þú sérð Patrick (Pedersen) og Jonathan Glenn, ég ætti að vera að berjast við þá."

Bjarni Guðjónsson hefur verið gagnrýndur fyrir að skipa um framherja á milli leikja og er Gary ekki hrifinn af því enda vill hann spila alla leiki.

„Ég ræð engu um það, ef ég fengi að velja þá myndi ég spila alla leiki."
Athugasemdir
banner