Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. júní 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Gera Króatar 10 breytingar gegn Íslandi?
Icelandair
Miðjumaðurinn öflugi Mateo Kovacic kemur líklega inn í lið Króatíu.  Hér kljást hann og Jói Berg í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra.
Miðjumaðurinn öflugi Mateo Kovacic kemur líklega inn í lið Króatíu. Hér kljást hann og Jói Berg í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Milan Badelj kemur líklega inn á miðjuna.
Milan Badelj kemur líklega inn á miðjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reyndi Vedran Corluka kemur væntanlega inn í vörnina.
Varnarmaðurinn reyndi Vedran Corluka kemur væntanlega inn í vörnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit fyrir leikinn gegn Íslandi á þriðjudaginn og svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Strax eftir 3-0 sigurinn á Argentínu á fimmtudag tilkynnti Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, að hann ætli að hvíla leikmenn gegn Íslandi.

John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríumanna, gagnrýndi það eftir leikinn gegn Íslandi í gær og kallaði eftir meiri fagmennsku hjá Króatíu. Nígería er að berjast um að komast áfram ásamt Íslandi og Argentínu.

Í viðtölum við króatíska fjölmiðla í dag sagðist Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, skilja Dalic vel og að hann myndi gera það sama í hans sporum. Heimir hefur einnig talað það niður að það skipti máli að Króatar hvíli menn.

Getur ekki skipt út alveg öllu liðinu
Króatískir fjölmiðlar veltu því upp í gær hvort Dalic fari nánast alla leið og geri tíu breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Argentínu. Af hverju tíu en ekki ellefu? Ástæðan er sú að Króatar eru með þrjá markverði í hópnum og að einungis eru 22 leikmenn í hópnum en ekki 23 líkt og hjá öðrum liðum. Nikola Kalinic, var sendur heim í síðustu viku, eftir að hann neitaði að koma inn á gegn Nígeríu.

Króatískir fjölmiðlar telja allt eins líklegt að Dalic hvíli alla byrjunarliðsmenn sína gegn Íslandi, nema Ivan Perisic kantmann Inter.

Einn í banni og fjórir á spjaldi
Marcelo Brozovic, leikmaður Inter, verður í banni gegn Íslandi og þeir Mario Mandzukic, Ivan Rakitic, Anti Rebic og Sime Vrsjalko eru allir á gulu spjaldi. Þessir fimm fá allir hvíld gegn Íslandi.

„Við þurfum að passa okkur því við erum með leikmenn á gulu spjaldi svo ég mun breyta liðinu. Ég mun ekki láta þá byrja sem eru á gulu spjaldi því það er of mikil áhætta. Það eru 22 leikmenn sem geta spilað," sagði Dalic.

Miðjumaðurinn öflugi Luka Modric fær væntanlega einnig frí og Dalic gæti ákveðið að fara alla leið og gera tíu breytingar samkvæmt vangaveltum í Króatíu.

Ef Dalic tekur þessa ákvörðun þá mun Króatía samt tefla fram mjög öflugu liði gegn Íslandi. Inn í liðið koma leikmenn sem spila með Real Madrid, Juventus og fleiri öflugum liðum.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðið sem króatískir fjölmiðlar tippa á gegn Íslandi. Þar fyrir neðan má sjá byrjunarlið Króatíu gegn Argentínu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner