Brynjar Árnason (Höttur)
„Á þessum tíma hefur maður fundið fyrir ótrúlegri samheldni og stuðningi sem hefur hjálpað mér mikið og eflaust liðinu líka í að þjappa sér saman.
Brynjar fór til Rússlands og hitti þar Philipp Lahm, fyrrum fyrirliða Þýskalands. „Hann var hress en ég skildi reyndar lítið sem fram fór þarna þar sem félagi minn spjallaði við hann á þýsku.
Brynjar Árnason, fyrirliði Hattar, er leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla eftir frábæran sigur Hattar á öflugu liði Kára. Leikurinn fór 4-1 og fór Brynjar fyrir sínum mönnum, skoraði eitt og lagði upp eitt til viðbótar í þessum flotta sigri.
„Við áttum mjög góðan leik og að sama skapi átti Kári kannski ekki sinn besta dag. Við stjórnuðum leiknum og létum boltann ganga vel og svo sinntu menn varnarvinnunni einnig vel. Við fengum mjög fá opin færi á okkur og því fannst mér sigurinn í raun aldrei í hættu eftir að við komumst yfir," segir Brynjar um leikinn.
„Við áttum mjög góðan leik og að sama skapi átti Kári kannski ekki sinn besta dag. Við stjórnuðum leiknum og létum boltann ganga vel og svo sinntu menn varnarvinnunni einnig vel. Við fengum mjög fá opin færi á okkur og því fannst mér sigurinn í raun aldrei í hættu eftir að við komumst yfir," segir Brynjar um leikinn.
„Heilt yfir var ég sáttur með mína frammistöðu og að sjálfsögðu alltaf gaman að ná að skora og leggja upp en fyrst og fremst var þetta frábær frammistaða hjá liðinu í heild sinni."
Þetta var aðeins annar sigur Hattar í 2. deildinni í sumar. Liðið er komið upp í níu stig og er aðeins fari að fjarlægast fallpakkann. „Við horfum bara upp á við og teljum okkur eiga meira inni."
„Við höfum tapað tveimur leikjum niður í jafntefli á síðustu mínútunni og því hefði ekki þurft mikið til að við værum ofar í töflunni. Markmiðið er að koma sér í efri hlutann sem fyrst og þá er allt hægt."
Missti yngri bróðir sinn fyrir mánuði síðan
Brynjar og fjölskylda hans varð fyrir hræðilegu áfalli í lok síðasta mánaðar. Brynjar missti yngri bróður sinn sviplega. „Stemningin hefur verið súrsæt undanfarið á Héraði," segir Brynjar og kemur því á framfæri að þetta hafi ekki aðeins tekið gríðarlega á fyrir hann og hans fjölskyldu, heldur fyrir allt samfélagið.
„Þann 24. maí lést yngri bróðir minn skyndilega en hann var mikill Hattari, lék bæði fyrir 3. flokk liðsins og þjálfaði í yngri flokkum og því mikið áfall fyrir bæði klúbbinn og allt samfélagið."
„Á þessum tíma hefur maður fundið fyrir ótrúlegri samheldni og stuðningi sem hefur hjálpað mér mikið og eflaust liðinu líka í að þjappa sér saman."
Deginum eftir að bróðir hans lést var leik Hattar við Huginn frestað. Brynjar var mættur í næsta leik Hattar og bar þar fyrirliðabandið. Kom það aldrei til greina að taka sér pásu?
„Nei það kom aldrei til greina hjá mér allavega. Leik okkar sem við áttum að spila daginn eftir var frestað og í næsta leik var afar falleg minningarathöfn fyrir leikinn sem hjálpaði manni mikið að halda áfram," segir þessi 28 ára gamli fyrirliði Hattar, en eins og áður kemur fram horfir Höttur „bara upp á við" núna.
Hitti Philipp Lahm í Rússlandi
Brynjar fór út til Rússlands á dögunum og sá þar Ísland gera jafntefli við Argentínu á HM.
„Það var mjög gaman og geggjað að sjá okkar menn ná í þessi úrslit. Það var frábær stemning á vellinum og ólýsanleg upplifun þegar Hannes varði vítið."
Brynjar hitti á Philipp Lahm, fyrrum fyrirliða þýska landsliðsins, í Rússlandi. „Hann var hress en ég skildi reyndar lítið sem fram fór þarna þar sem félagi minn spjallaði við hann á þýsku," segir Brynjar en mynd af þeim félögum er hér að neðan.
Ísland spilar við Króatíu á HM í kvöld og þá kemur í ljós hvort Íslandi fari áfram í 16-liða úrslit eða ekki. Ísland þarf að vinna Króatíu og treysta á að Nígería vinni ekki Argentínu á sama tíma. „Við tökum þetta 2-1 og förum að sjálfsögðu áfram," sagði Brynjar að lokum.
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Bestur í 2. umferð: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Athugasemdir