Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 14. júlí 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Besta markið á ferlinum
Milos Ivankovic (Huginn)
Milos Ivankovic er leikmaður 4. umferðar í 2. deild.
Milos Ivankovic er leikmaður 4. umferðar í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég spilaði sem sóknarmaður í yngri flokkunum og nokkur tímabil í meistaraflokki þannig að ég kann vel við mig í teignum.
,,Ég spilaði sem sóknarmaður í yngri flokkunum og nokkur tímabil í meistaraflokki þannig að ég kann vel við mig í teignum."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Huginn hefur verið í veseni í sumar en Milos hefur trú á að góðu tímarnir komi aftur.
Huginn hefur verið í veseni í sumar en Milos hefur trú á að góðu tímarnir komi aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Frá Seyðisfjarðarvelli.
Frá Seyðisfjarðarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta var mitt besta mark á ferlinum," sagði varnarmaður Hugins, Milos Ivankovic, þegar fréttamaður Fótbolta.net náði af honum tali. Milos er leikmaður 4. umferðar í 2. deild karla, en ástæðan fyrir því að leikmaður 4. umferðar er útnefndur núna er sú að einum leik í þeirri umferð var frestað.

Sá leikur var á milli Hugins og Hattar en hann fór fram síðastliðinn þriðjudag og endaði með 1-0 sigri Hugins.

Þetta var fyrsti sigur Hugins í sumar og var það varnarmaðurinn Milos Ivankovic sem skoraði markið en óhætt er að segja að þetta mark sé eitt af mörkum tímabilsins.

Sjá einnig:
Myndband: Skoraði eitt af mörkum tímabilsins í 2. deild

„Það var frábært að ná í þennan sigur eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum í sumar. Sérstaklega er ég glaður með að fyrsti sigurleikurinn okkar hafi komið í fyrsta leiknum á Seyðisfirði - við höfum verið að spila heimaleiki okkar á Fellavelli á Egilsstöðum en þetta var fyrsti leikurinn á Seyðisfirði."

„Ég er mjög ánægður að ég skyldi skora markið sem færði Hugin fyrstu þrjú stigin í sumar."

Spilaði áður sem sóknarmaður
Markið var eins og áður kemur fram stórkostlegt. Hvernig fer varnarmaður að því að skora svona mark?

„Ég spilaði sem sóknarmaður í yngri flokkunum og nokkur tímabil í meistaraflokki þannig að ég kann vel við mig í teignum."

„Þetta er fjórða tímabil mitt á Íslandi, ég hef spilað öll tímabilin sem varnarmaður og þetta er mitt 10 mark, mark sem ég mun klárlega mun vel eftir," sagði Milos en hann kom fyrst hingað til lands árið 2014. Hann spilaði með Huginn fyrsta sumarið sitt, en 2015 lék hann með Fjarðabyggð.

Hefur trú á að Huginn haldi sér uppi
Hann kom aftur til Hugins í fyrra eftir að hafa ekki leikið á Íslandi 2016. Hann er á sínu öðru tímabili í röð með Seyðfirðingum.

Í fyrra lenti Huginn í fimmta sæti 2. deildar. Hver er ástæðan fyrir þessu slaka gengi núna?

„Þetta er nýtt lið miðað við liðið á síðasta tímabili, það breyttist mikið hjá okkur. Einhverjir eru enn meiddir frá síðasta tímabili, einhverjir ákváðu að breyta um lið og sumir lögðu skóna á hilluna. Við erum með mikil einstaklingsgæði í liðinu okkar en við höfum ekki enn náð að vinna almennilega sem lið," segir Milos.

„Það er auðvitað vandamál þegar þú ert með leikmenn sem mæta bara á leikdegi og það er erfitt að æfa þegar það eru bara átta eða níu leikmenn sem geta mætt."

„Félagaskiptaglugginn opnar bráðlega og vonandi getum stækkað hópinn hjá okkur."

Þess má geta að félagaskiptaglugginn opnar á morgun, 15. júlí.

„Ég trúi því að við getum haldið okkur uppi, þetta er eitthvað sem er ekki ómögulegt. Við þurfum ekki að líta til baka, við þurfum bara að líta fram á veginn."

„Við erum byrjaðir að spila á Seyðisfjarðarfelli og það er mikill munur á því fyrir okkur að vera byrjaðir að spila þar. Huginn er félag með miklar hefðir og hér mæta margir á heimaleiki og það verður gott fyrir okkur að fá stuðning frá íbúum Seyðisfjarðar."

Næsti leikur Hugins er á morgun gegn Gróttu. „Grótta er gott lið, þeir unnu Fjarðabyggð 6-0 í síðasta leik. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en ég býst við góðum stuðningi frá stuðningsmönnum Hugins og vonandi getum við unnið okkar annan leik í röð," sagði Milos að lokum en hann skorar á íbúa Seyðisfjarðar að skella sér á leikinn gegn Gróttu og styðja lið sitt áfram.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner