Loic Ondo (Afturelding)
Loic Ondo, varnarmaður Aftureldingar, er leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla. Hann átti hörkuleik í vörninni þegar Afturelding sigraði Fjarðabyggð 3-0 á útivelli í toppbaráttuslag.
Þetta var mikilvægur sigur fyrir Aftureldingu, en liðið hefur verið í vandræðum á seinni hluta tímabilsins eftir frábæran fyrri hluta. Afturelding hafði farið í gegnum sex leiki, fyrir leikinn gegn Fjarðabyggð, án sigurs.
Þetta var mikilvægur sigur fyrir Aftureldingu, en liðið hefur verið í vandræðum á seinni hluta tímabilsins eftir frábæran fyrri hluta. Afturelding hafði farið í gegnum sex leiki, fyrir leikinn gegn Fjarðabyggð, án sigurs.
„Ég átti góðan leik, við vorum sterkir varnarlega. Ég er auðvitað ánægður með sigurinn sem var mjög mikilvægur og er ég líka ánægður með það að við skyldum halda hreinu," sagði Loic í samtali við Fótbolta.net.
Mikill vindur var á Eskjuvelli á meðan leik stóð en gestirnir nýttu sér vindinn vel. Afturelding öll sín mörk í fyrri hálfleik.
„Við byrjuðum með vindi og við vildum pressa á þá fyrstu 45 mínúturnar, ekki gefa þeim neitt svigrúm og það virkaði vel. Við skoruðum snemma sem er alltaf betra."
„Við vorum 3-0 yfir í hálfleik. Ég vildi að við myndum passa upp á það að hafa varnarlínuna hátt uppi og gera þeim erfitt fyrir. Það virkaði þar sem þeir fengu ekki mörg marktækifæri."
Ondo var að spila á móti sínum gömlu liðsfélögum í Fjarðabyggð. Hann spilaði með liðinu 2016 og 2017.
„Það er alltaf gaman að spila á móti gömlum félögum, enn betra þegar þú skorar en það gerðist ekki í þetta skiptið fyrir mig," sagði Loic sem kom fyrsta hingað til lands árið 2010 og samdi við Grindavík, félag sem bróðir hans, Gilles Mbang hafði verið að spila með. Loic hefur verið hér á landi síðan, en bróðir hans er hér líka í dag, hann spilar fyrir Selfoss. Gilles Mbang spilaði erlendis frá 2011 til 2017, en Loic hefur ekki viljað fara frá Íslandi og sér það ekki gerast í bráð.
„Ég hef verið á Íslandi í meira en átta ár núna og sé það ekki gerast á næstunni að ég muni fara. Ég nýt þess mjög að vera hérna, fólkið er mjög almennilegt. Ég á kærustu hér og við eigum saman fallega dóttur, með þeim elska ég það enn meira að vera á Íslandi."
Ondo samdi við Aftureldingu fyrir tímabilið. Hér á landi hefur hann einnig spilað með Grindavík, BÍ/Bolungarvík, Gróttu og Fjarðabyggð.
„Ég sé allavega ekki eftir því að hafa skrifað undir hjá Aftureldingu, við erum með gott lið með unga stráka sem geta náð langt. Ég reyni bara að hjálpa eins mikið og ég get."
Toppbaráttan í 2. deild er gífurlega hörð og er Afturelding sem stendur í þriðja sæti með 30 stig. Efstu tvö liðin eru Vestri og Kári, en þau lið eru með 31 stig.
„Eins og ég sagði áðan þá var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik gegn Fjarðabyggð svo við getum haldið áfram elta Vestra og Kára. Síðustu sex leikir voru einfaldlega ekki nægilega góðir hjá okkur og við vissum það að ef við viljum vera í Inkasso-deildinni á næsta ári, þá verðum við að rífa okkur í gang og gera betur, og við erum að gera það."
Í landsliðinu hjá Gabon
Loic hefur spilað fyrir landslið Gabon. Hann segir það ótrúlega tilfinningu að spila fyrir þjóð sína.
Skærasta stjarna Gabon er Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmaður Arsenal.
„Á síðasta ári var ég kallaður tvisvar í landsliðshópinn hjá Gabon. Það var ein besta tilfinning sem ég hef fundið að spila í Afríku fyrir framan alla stuðningsmenn Gabon og móður mína. Ég fékk tækifæri að spila með leikmönnum eins og (Didier) Ndong og Aubameyang. Þetta eru frábærir gaurar, sem gera hlutina auðveldari fyrir þig," segir Loic.
„Það var heiður að spila fyrir þjóð mína og vonandi fæ ég tækifæri til þess að gera það aftur fljótlega."
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Leikmaður 14. umferðar: J.C. Mack - Vestri
Leikmaður 15. umferðar: Mykolas Krasnovskis - Leiknir F.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir