Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 07. desember 2018 11:13
Magnús Már Einarsson
Grétar Rafn ráðinn til Everton (Staðfest)
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Everton hefur staðfest að félagið hafi ráðið Grétar Rafn Steinsson sem yfirnjósnara í Evrópu. Fréttir af þessu láku út í gær og Everton hefur nú staðfest þetta.

Grétar Rafn hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood í tæp fjögur ár eða síðan í janúar 2015. Hann hefur meðal annars unnið mikið í leikmannamálum félagsins.

Marcel Brands var ráðinn sem yfirmaður íþróttamála hjá Everton í sumar en Grétar þekkir hann frá tíma sínum hjá AZ Alkmaar.

Grétar Rafn spilaði á sínum tíma með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann lagði skóna á hilluna árið 2013, þá 31 árs að aldri.

Grétar er annar Íslendingurinn hjá Everton en Gylfi Þór Sigurðsson spilar með liðinu.

Sjá einnig:
Grétar Rafn Steinsson í Miðjunni (16. október)

Athugasemdir
banner
banner
banner