Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Sjóðandi heitur Ferran Torres skaut Barcelona í úrslit
Ferran Torres er búinn að skora fimm í síðustu fjórum leikjum
Ferran Torres er búinn að skora fimm í síðustu fjórum leikjum
Mynd: EPA
Atletico Madrid 0 - 1 Barcelona
0-1 Ferran Torres ('27 )

Ferran Torres kom Barcelona í úrslit spænska konungsbikarsins í kvöld með sigurmarki sínu í 1-0 sigrinum á Atlético Madríd á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd í kvöld.

Það voru líklega einhverjir að búast við flugeldasýningu í kvöld eftir fyrri undanúrslitaleik liðanna sem lauk með 4-4 jafntefli í Barcelona, en það varð ekki raunin.

Börsungar kölluðu eftir rauðu spjaldi á Cesar Azpilicueta snemma leiks er hann fór með takkana aftan í hælinn á Raphinha. Azpilicueta fékk gult spjald frá dómara leiksins og var VAR nokkuð sátt við þá niðurstöðu og fékk því varnarmaðurinn að halda leik áfram.

Tuttugu mínútum síðar skoraði Ferran Torres eina mark leiksins eftir stórkostlega stungusendingu Lamine Yamal inn fyrir. Torres, sem hefur verið sjóðandi heitur undanfarið og skoraði hann fimmta mark sitt í síðustu fjórum leikjum.

Alexander Sorloth kom inn af bekknum hjá Atlético í hálfleik og fékk nokkra ágæta sénsa. Hann kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu og þá átti Raphinha ágætis tilraun.

Leitin að jöfnunarmarki skilaði ekki árangri hjá Atlético sem er úr leik en það er Barcelona sem mun spila til úrslita gegn erkifjendum sínum í Real Madrid.
Athugasemdir
banner