„Ég er bara hrikalega spenntur, þetta er búið að vera langt undirbúningstímabil. Við erum klárir og ég get ekki beðið eftir fyrsta leik," sagði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, við Fótbolta.net í dag.
Aron hefur sjálfur glímt við meiðsli að undanförnu en hann er klár í að spila gegn KA á sunnudag.
Aron hefur sjálfur glímt við meiðsli að undanförnu en hann er klár í að spila gegn KA á sunnudag.
Ennþá hungraðri
„Það hefur verið lærdómsríkt, verið erfitt. Auðvitað vill maður spila alla leiki en ég var ekki búinn að sleppa einni sekúndu af æfingu og spilað allar mínútur í hverjum einasta leik áður en ég meiddist. Ef ég hugsa það þannig þá saknaði ég pínu fótboltans og er ennþá hungraðri í að spila leiki. Það er extra hvatning til að koma fljúgandi inn í mótið," sagði Aron.
Þurfa að vera hugrakkir
Hann var spurður út í sóknarleik KR sem undirritaður sagði að byði upp á mikið af opnunum. KR. Aron segir að KR-ingar þurfi að vera klókir til að finna leiðir þegar andstæðingar leggjast lágt á móti þeim og segir fótboltann sem KR spilar henta sér vel. „Ég nýt þess að spila, erum með frábæran hóp í þetta kerfi og í þennan leikstíl. Ég tala nú ekki um þjálfarann, besti þjálfari landsins 'by far'. Þetta er bara hrikalega spennandi. Það er ekkert mál að spila leiki sem skipta engu máli á undirbúningstímabilinu, núna í mótinu þurfum við að vera hugrakkir og fara 'all in' með þetta leikkerfi."
Gerir leikmennina sína betri
„Það er svo margt sem gerir Óskar að svona góðum þjálfara. Í fyrsta lagi er geðveikt að spila undir honum. Hann fær leikmenn með sér, er ógeðslega klókur. Hann er duglegur, veit nákvæmlega hvernig fótbolta hann vill spila og hvernig leikmenn hann vill fá inn. Hann gerir leikmenn sem spila undir honum betri, það hefur sést hjá þeim liðum sem hann hefur verið. Ég held að KR gæti ekki verið með betri mann í brúnni."
„Hann veitir okkur frelsi upp að ákveðnu marki; sóknarlega er frelsið mikið og varnarlega erum við með reglur."
Stoltur að vera fyrirliði KR og á helling inni
Aron segist sjálfur eiga helling inni. Hann sneri aftur til Íslands fyrir síðasta tímabil og settu meiðsli strik í reikninginn hjá honum til að byrja með á síðasta tímabili. „Það er mitt að sýna, ég er að koma alveg extra gíraður inn í þetta mót. Það voru meiðsli sem hömluðu mér aðeins í fyrra, var lengi að spila mig í form."
Hann fékk þá ábyrgð í vetur að taka við fyrirliðahlutverkinu hjá KR. „Það er bara geðveikt, ég er mjög stoltur af því og er spenntur að leiða liðið inn á völlinn og bera þessa ábyrgð, ég dýrka það," sagði Aron.
Athugasemdir