Spænska deildin, La Liga, hefur gefið út að Barcelona hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að skrá Dani Olmo og Pau Victor í leikmannahóp sinn.
Félagið fékk tímabundið leyfi síðasta sumar til að skrá þá en það leyfi var afturkallað í janúar. Eftir áfrýjun fékk það framlengingu á leyfinu.
Félagið fékk tímabundið leyfi síðasta sumar til að skrá þá en það leyfi var afturkallað í janúar. Eftir áfrýjun fékk það framlengingu á leyfinu.
Barcelona er efst í La Liga og í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Félagið tilkynnti fyrr á árinu að það ætlaði að selja VIP svæði á leikvangi sínum, sem nú er verið að endurbyggja, til að safna 100 milljónum evra.
La Liga segir að það hafi hinsvegar ekki verið skráð í rekstrarreikning sem skilað hafi verið til deildarinnar í síðustu viku.
Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur brugðist ókvæða við tilkynningu La Liga og sakar deildina um að reyna að skaða ímynd félagsins og vinna gegn hagsmunum þess.
„Ég stend við orð mín þegar ég sagði fyrir þremur mánuðum að skráningar Olmo og Pau Victor hefðu verið framkvæmdar á réttan hátt, í samræmi við hverja og eina af þeim kröfum sem sem spænska sambandið og La Liga krefjast," segir Laporta.
Olmo, 26 ára, gekk til liðs við Barcelona frá RB Leipzig fyrir 52 milljónir síðasta sumar. Hann hefur leikið 28 leiki á þessu tímabili. Victor, sem er 23 ára, er afsprengi akademíu Barcelona og hefur leikið 22 sinnum á þessu tímabili.
Athugasemdir