Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spennandi nýliðar í Bestu deildinni
Nýliðar Aftureldingar eiga tvo leikmenn á listanum.
Nýliðar Aftureldingar eiga tvo leikmenn á listanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru aðeins þrír dagar í það að Besta deildin fari af stað. Opnunarleikurinn er á milli Breiðabliks og Aftureldingar og er mikil eftirvænting.

Fótbolti.net heldur áfram að hita upp fyrir deildina með ýmsum hætti. Núna ætlum við að skoða tíu spennandi leikmenn sem eru að fara að taka sín fyrstu skref í Bestu deildinni í sumar.

Reglan var sú að til að komast inn á þennan lista þá máttu ekki hafa spilað í Bestu deildinni áður. Því kemst Samúel Kári Friðjónsson, nýr leikmaður Stjörnunnar, ekki inn á listann þar sem hann spilaði tvo leiki fyrir Keflavík sumarið 2022.

Einnig komast þeir sem voru inn á listanum yfir spenanndi ungstirni í gær ekki inn á þennan lista til að halda smá fjölbreytni. Leikmenn eins og Halldór Snær Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson hefðu hæglega getað verið inn á þessum lista.

En hér fyrir neðan má sjá listann yfir tíu spennandi nýliða í Bestu deildinni sumarið 2025.
Athugasemdir
banner
banner