Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 16:22
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hyggst gera tilboð í Williams - Berta búinn að ræða við umboðsmenn hans
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Andrea Berta.
Andrea Berta.
Mynd: EPA
Arsenal hyggst gera tilboð í Nico Williams, leikmann Athletic Bilbao, í sumar. Andrea Berta, sem er orðinn yfirmaður fótboltamála, hefur þegar rætt við umboðsmenn leikmannsins samkvæmt frétt Guardian.

Arsenal hefur haft augastað á hinum 22 ára Williams undanfarin tvö ár og íhugaði að gera tilboð fyrir ári síðan, en fékk upplýsingar um að hann vildi vera áfram hjá Bilbao í allavega eitt tímabil í viðbót.

Williams er kantmaður sem lék frábærlega á EM 2024 og hefur hjálpað uppeldisfélagi sínu að komast í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Rangers í næstu viku.

Líklegt er talið að Williams vilji færa sig um set eftir tímabilið en hann hefur lengi verið á óskalista Barcelona auk þess sem Bayern München og Chelsea hafa áhuga. Talið er að hann sé með riftunarákvæði upp á um 50 milljónir punda,

Arsenal er einnig að skoða það að sækja sóknarmann og hefur félagið sýnt Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, Alexander Isak hjá Newcastle og Benjamin Sesko hjá RB Leipzig áhuga.

Martín Zubimendi miðjumaður Real Sociedad mun líklega koma til Arsenal fyrir 50 milljónir punda og þá er búist við því að Thomas Partey og Jorginho yfirgefi félagið þegar samningar þeirra renna út.
Athugasemdir
banner
banner
banner