Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   mið 02. apríl 2025 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Þrumufleygur Calhanoglu kom Inter í betri stöðu
Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark
Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark
Mynd: EPA
Milan 1 - 1 Inter
1-0 Tammy Abraham ('47 )
1-1 Hakan Calhanoglu ('67 )

Milan og Inter gerðu 1-1 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik ítalska bikarsins á San Síró í kvöld.

Inter var nálægt því að komast yfir snemma leiks en Tammy Abraham kom til bjargar á síðustu stundu eftir að Stefan de Vrij skallaði boltann í átt að marki.

Rafael Leao átti besta færi MIlan er hann lék á varnarmann og komst einn gegn Yann Sommer en sá svissneski varði frábærlega með fótunum.

Mark Milan kom snemma í síðari hálfleiknum. Abraham fékk boltann inn fyrir og náði að gabba Yann Bisseck upp úr skónum áður en hann setti boltann í vinstra hornið.

Tuttugu mínútum síðar skoraði Hakan Calhanoglu mikilvæga jöfnunarmarkið fyrir Inter með þrumufleyg rétt fyrir utan teig og stóð Mike Maignan nánast hreyfingarlaus á línunni.

Nicola Zalewski gat komið Inter í enn betri stöðu fyrir síðari leikinn er hann fékk boltann aleinn á fjærstönginni en Maignan varði meistaralega.

Lokatölur 1-1. Síðari leikurinn er spilaður 23. apríl og mætir sigurvegarinn Bologna eða Empoli í úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner