Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 18:55
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna: Tveggja marka tap gegn Portúgal
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í seinni umferð í undankeppni Evrópumótsins í Lisbon í dag.

Leonete Correia skoraði bæði mörk portúgalska liðsins í leiknum en fyrra markið gerði hún á 42. mínútu og seinna á 58. mínútu.

Ísland mætir næst Norðmönnum á laugardag og Slóveníu á þriðjudag en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á síðu KSÍ og Sjónvarpi Símans.

Noregur vann Slóveníu, 1-0, fyrr í dag og því mjög mikilvægt að Ísland sæki góð úrslit á laugardag.

Byrjunarlið Íslands: Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir (M), Líf Joostdóttir Van Bemme, Helga Rut Einarsdóttir, Jónína Linnet ('45, Salóme Róbertsdóttir), Jóhanna Elín Halldórsdóttir, Margrét Brynjar Kristinsdóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('79, Berglind Hlynsdóttir), Bergdís Sveinsdóttir (F), Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('62, Brynja Knudsen), Hrefna Jónsdóttir ('62, Sonja Björg Sigurðardóttir) Ísabella Sara Tryggvadóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner