Marc Skinner, þjálfari kvennaliðs Manchester United, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2027.
Hann tók við liðinu 2021 og undir hans stjórn vann Man Utd sinn fyrsta stóra titil í kvennaboltanum þegar þær unnu FA-bikarinn í fyrra.
Hann tók við liðinu 2021 og undir hans stjórn vann Man Utd sinn fyrsta stóra titil í kvennaboltanum þegar þær unnu FA-bikarinn í fyrra.
Liðið hans endaði jafnframt í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar 2022/23 tímabilið og komst þannig í fyrsta sinn í Meistaradeildina.
Í 119 leikjum er hann með næstum því 65 prósent sigurhlutfall sem verður að teljast býsna gott.
„Það hafa verið algjör forréttindi að vera þjálfari hjá þessu frábæra félagi síðustu fjögur árin," segir Skinner.
Man Utd er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig og Arsenal, sem er í öðru sæti.
Athugasemdir