Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Stuttgart í úrslit í fyrsta sinn í tólf ár
Mynd: EPA
Stuttgart 3 - 1 RB Leipzig
1-0 Angelo Stiller ('5 )
2-0 Nick Woltemade ('57 )
2-1 Benjamin Sesko ('62 )
3-1 Jamie Leweling ('73 )

Gamla stórveldið Stuttgart er komið í úrslit þýska bikarsins í fyrsta sinn síðan 2013 eftir að hafa unnið RB Leipzig, 3-1, á MHP-leikvanginum í Stuttgart í kvöld.

Það sást fljótlega í hvað stefndi í leiknum. Angelo Stiller kom Stuttgart á bragðið á 5. mínútu með stórkostlegu viðstöðulausu skoti á lofti eftir hornspyrnu. Boltanum var hreinsað út fyrir teiginn og á Stiller sem hamraði honum í netið.

Nick Woltemade tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir frábært spil við teiginn. Ermedin Demirovic átti síðan sendinguna inn á Woltemade sem skoraði neðst í vinstra hornið.

Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko minnkaði muninn fimm mínútum síðar áður en Jamie Leweling gerði markið sem sendi Stuttgart í úrslitin.

Stuttgart hefur tapað síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum en síðast vann liðið bikarinn árið 1997.
Athugasemdir
banner
banner