Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Slot um titilbaráttuna: Sýndu okkur hversu erfitt það er að vinna leiki
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, var að vonum ánægður með 1-0 sigurinn á Everton í grannaslag á Anfield í kvöld.

Liverpool þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum en Diogo Jota skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Luis Díaz í síðari hálfleik.

„Mér fannst við spila mun betur gegn þeim núna en í útileiknum. Við vorum svo oft á síðasta þriðjungi vallarins, en Everton er ágætis skriði núna.“

„Þetta er sterkt lið með rosalega góðan stjóra sem hefur komið með líf aftur í liðið. Það er enn erfiðara að skapa færi gegn liði sem er með svona marga leikmenn inn á eigin teig,“
sagði Slot.

Liverpool er aftur komið með tólf stig forystu í titilbaráttunni þegar átta leikir eru eftir.

„Everton sýndu okkur hversu erfitt það er að ná í stigin og vinna leikina þína. Við þurftum að virkilega að berjast fyrir sigrinum í kvöld.“ .

Curtis Jones var í hægri bakverði í fjarveru Trent Alexander-Arnold og skilaði góðu dagsverki.

„Hann sagði mér fyrr á tímabilinu þegar ég var að plana það að nota hann í þessari stöðu að hann hefði spilað hana undir Jürgen Klopp. Hann sýndi mér að hann er fullfær um að spila stöðuna í svona leikjum“ sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner