Brandon Williams, fyrrum leikmaður Manchester United, gæti verið dæmdur í tveggja ára fangelsi eftir að hafa skapað hættulegar aðstæður með ofsaakstri árið 2023.
Dæmt verður í máli hans þann 9. maí.
Williams er 24 ára en hann yfirgaf United í fyrra, eftir að samningur hans rann út. Hann braust fram á sjónarsviðið sem táningur hjá United 2019. Hann var síðan lánaður til Norwich og Ipswich.
Dæmt verður í máli hans þann 9. maí.
Williams er 24 ára en hann yfirgaf United í fyrra, eftir að samningur hans rann út. Hann braust fram á sjónarsviðið sem táningur hjá United 2019. Hann var síðan lánaður til Norwich og Ipswich.
Williams klessukeyrði bíl sinn eftir að hafa keyrt langt yfir hámarkshraða en hann hafði andað að sér hlátursgasi í aðdragandanum. Ung kona var með honum í bílnum, bifreiðin gjöreyðilagðist en sem betur fer slösuðust þau tvö ekki.
Williams hefur ekki spilað mótsleik síðan í desember 2023 og hefur verið án félags síðan hann yfirgaf United.
„Mér finnst erfitt að horfa á fótbolta í dag því ég vil taka þátt, ég vil vera með. Ég sakna þess að vera í liði. Kannski þurfti ég á þessu hléi að halda og endurræsa mig," segir Williams.
Brandon Williams has sat down with Ben Foster to discuss his footballing career and the challenges of Man United.
— george (@StokeyyG2) April 2, 2025
This looks a really good watch ???? pic.twitter.com/0opGhLU7HS
Athugasemdir