Framherji Diogo Jota er búinn að koma Liverpool í 1-0 gegn Everton á Anfield eftir skemmtilegt spil milli hans og Luis Díaz.
Það hefur gengið á ýmsu í grannaslagnum. James Tarkowski, varnarmaður Everton, var heppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið eftir ellefu mínútur.
Hann fór í ljóta tæklingu á Alexis Mac Allister. Hann vann að vísu boltann, en fylgdi tæklingunni eftir í löppina á Mac Allister. Tarkowski sá aðeins gult spjald. Dæmi nú hver fyrir sig.
Sjáðu gula spjaldið á Tarkowski
Í seinni hálfleiknum komst Liverpool í forystu. Luis Díaz átt laglega hælsendingu inn á Diogo Jota sem lék á tvo varnarmenn áður en hann afgreiddi boltann í vinstra hornið. Fyrsta mark hans síðan í janúar.
Sjáðu markið hjá Jota
Athugasemdir