Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Everton: Kelleher í markinu og Curtis Jones í hægri bakverði
Curtis Jones verður í bakverðinum
Curtis Jones verður í bakverðinum
Mynd: EPA
Kelleher er í marki Liverpool
Kelleher er í marki Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool og Everton eigast við í grannaslag í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield klukkan 19:00 í kvöld.

Liverpool hefur verið í örlítilli niðursveiflu í síðustu leikjum en það datt út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Paris Saint-Germain og tapaði þá deildabikarúrslitum gegn Newcastle United á Wembley.

Liðið er með níu stiga forystu á toppnum á meðan Everton er svo gott sem búið að tryggja áframhaldandi veru sína í deildinni.

Alisson Becker er ekki í marki Liverpool í dag en hann fékk höfuðhögg í leik með brasilíska landsliðinu á dögunum og ekki fengið grænt ljós til að spila. Caoimhin Kelleher er því í markinu í stað hans í kvöld.

Trent Alexander-Arnold er áfram á meiðslalistanum en það verður miðjumaðurinn Curtis Jones sem mun leysa af í hægri bakverði í þessum leik. Annars er allt annað eftir bókinni í liði Liverpool.

David Moyes er með óbreytt lið frá 1-1 jafnteflinu gegn West Ham og eru þá jákvæðar fréttir fyrir liðið að Iliman Ndiaye er búinn að ná sér af meiðslum. Hann byrjar á bekknum í dag.

Liverpool: Kelleher, Jones, Konate, Van Dijk, Robertson, Gravenberch, Mac Allister, Szoboszlai, Salah, Diaz, Jota.

Everton: Pickford, O'Brien, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Gueye, Garner, Harrison, Alcaraz, Doucoure, Beto.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 22 7 1 70 27 +43 73
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Man City 30 15 6 9 57 40 +17 51
5 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
6 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
7 Aston Villa 30 13 9 8 44 45 -1 48
8 Brighton 30 12 11 7 48 45 +3 47
9 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
10 Bournemouth 30 12 8 10 49 38 +11 44
11 Brentford 30 12 5 13 51 47 +4 41
12 Crystal Palace 29 10 10 9 37 34 +3 40
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 30 7 13 10 32 37 -5 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 30 4 8 18 30 63 -33 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 30 2 4 24 22 71 -49 10
Athugasemdir
banner
banner