Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
banner
   mán 01. júlí 2024 09:33
Elvar Geir Magnússon
Breki á reynslu hjá Esbjerg
Breki í leik með Fram í sumar.
Breki í leik með Fram í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breki Baldursson leikmaður Fram er farinn til danska félagsins Esbjerg þar sem hann mun æfa með aðalliðinu. Hann verður til reynslu hjá Esbjerg í tvær vikur.

Breki verður átján ára í sumar en hann er meðal efnilegustu miðjumanna landsins og hefur spilað tólf landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann vakti athygli í fyrra þegar hann spilaði sautján leiki fyrir Fram í Bestu deildinni og á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í sex leikjum í deildinni og tveimur í bikarnum.

Esbjerg leikur í dönsku B-deildinni. Álaborg og Heerenveen hafa einnig sýnt Breka áhuga samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner