Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 09:46
Elvar Geir Magnússon
Spilaði í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð - Gefur honum vonandi trú og þor
Jannik Pohl hefur mikið verið á meiðslalistanum.
Jannik Pohl hefur mikið verið á meiðslalistanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl kom inn sem varamaður á 86. mínútu í gær þegar Fram tapaði naumlega fyrir Víkingi í gær. Þetta var fyrsti leikur Pohl síðan í fyrstu umferð.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, segir að liðið þurfi á leikmanninum að halda. Sérstaklega núna þegar Viktor Bjarki Daðason er horfinn á braut til FCK.

Pohl hefur verið mikið á meiðslalistanum en í fyrra náði hann aðeins að leika átta leiki í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Þetta voru dýrmætar mínútur sem hann fékk núna í kvöld og sýna styrk hans. Hann gerði vel þessar fáu mínútur sem hann spilaði í dag og vonandi gefur þetta honum trú og sjálfstraust að það sé í lagi með hann og að hann þori að koma inn á völlinn til að taka þátt í þessu verkefni með okkur," sagði Rúnar í viðtali við Stöð 2 Sport.

„Þar sem við erum að missa Viktor núna þá þurfum við svo sannarlega á Jannik að halda núna. Við höfum reyndar þurft á honum að halda í allt sumar. Hann er frábær leikmaður og við þurfum bara að ná honum í topp stand. Hann er búinn að vera hjá læknum og baksérfræðingum núna í þrjá mánuði til að ná sér af sínum meiðslum og vonandi getur hann tekið þátt í þessu verkefni með okkur.“
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 13 4 4 5 19 - 20 -1 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner