Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Sævar kom beint í byrjunarliðið eftir langa fjarveru - 'Átti geggjaðan leik'
Hlynur Sævar sneri aftur í leiknum gegn Val um helgina.
Hlynur Sævar sneri aftur í leiknum gegn Val um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Sævar Jónsson miðvörður ÍA sneri til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla um helgina þegar liðið vann sigur á Val í Bestu-deildinni.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

Hann meiddist eftir að brotið var á honum í leiknum við FH í Akraneshöllinni 28. apríl síðastliðinn og upphaflega stóð til að hann þyrfti að fara í aðgerð. Viðbeinið hafði farið úr lið og liðbönd slitnuðu í öxlinni. Vegna þessa var hann í fatla í nokkrar vikur og fór svo í endurhæfingu.

Hann var svo óvænt í byrjunarliðinu þegar ÍA fékk Val í heimsókn á Akranesi á laugardaginn, tók stöðu Erik Tobias Sandberg sem var fjarverandi vegna meiðsla.

„Hlynur Sævar er í toppstandi en það var spurning um leikformið og tötsið á honum í því," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA við Fótbolta.net eftir leikinn á laugardaginn.

„Hlynur er búinn að margasanna að hann er leikmaður sem vex með verkefninu. Hann stóð sig frábærlega með okkur í fyrra og gerði það áður en hann meiddist núna. Hann kom inn í hjarta varnarinnar og átti geggjaðan leik," sagði Jón Þór og hélt áfram.

„Þetta var kannski ekki ákvörðun sem við vildum taka strax en það var ljóst í morgun að Erk myndi ekki spila. Hann meiddist og þurfti að fara útaf á móti Blikunum og það bara náðist ekki, það voru of fáir dagar á milli. Þá kom Hlynur inn og gerði það frábærlega, og Arnleifur sömuleiðis þegar Hlynur þurfti að fara útaf."

Jón Þór bætti við í lokin að hann vonaðist til að Erik Tobias Sandberg verði með í næsta leik gegn HK á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner