Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   mán 01. júlí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Hlæ þegar því er haldið fram að Ronaldo hafi slæm áhrif“
Mynd: EPA
„Ég hlæ alltaf þegar ég sé sögusagnir eða slúður um að Cristiano Ronaldo hafi slæm áhrif innan portúgalska landsliðshópsins. Það er algjört kjaftæði," segir Jose Fonte, fyrrum landsliðsmaður Portúgals.

„Ég var með honum í landsliðinu í mörg ár og það voru aldrei nein vandamál. Hann er ekki bara frábær atvinnumaður sjálfur heldur reynir hann að hjálpa öllum í hópnum."

„Hann er fyrirliði hópsins og hefur alltaf látið í sér heyra og sagt sínar skoðanir. En hann leiðir líka með fordæmi. Þegar hann mætir á undan öllum öðrum í líkamsræktarsalinn þá dregur hann aðra upp."

Fonte rifjar upp að portúgölsku leikmennirnir hafi verið í ísbaði eða gufubaði klukkan 2 um nóttina vegna Ronaldo.

Ronaldo verður í eldlínunni með Portúgal í kvöld þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM.
Athugasemdir
banner
banner