Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nóel Atli fær nýjan samning - Framúrskarandi þróun
Mynd: AaB
Nóel Atli Arnórsson hefur fengið nýjan samning hjá danska félaginu AaB. Nóel er sautján ára U19 landsliðsmaður Íslands og steig sín fyrstu skref með liði Álaborgar í dönsku 1. deildinni í vetur.

Álaborg tryggði sér sæti í Superliga í vetur og er hinn örvfætti Nóel búinn að skrifa undir atvinnumannasamning sem gildir fram á sumarið 2027.

„Nóel er annar leikmaður úr okkar eigin akademíu sem hefur unnið sér inn atvinnumannasamning. Hann er leikmaður sem passar vel inn í okkar stefnu og þróun hans undanfarna mánuði hefur verið einstök. Hann er óhræddur við að leggja hart að sér og bæta sjálfan sig dag frá degi með því reyna aukalega á sig," segir Ole Jan Kappmeier sem er yfirmaður íþróttamála hjá AaB.

„Nóel er bæði hógvær og mjög þroskaður. Hann er varnarmaður sem nær yfirleitt að staðsetja sig rétt með framsýni sinni."

„Jafnframt er hann mjög varkár með boltann og við þetta allt bætist sterkt hugarfar sem gerir það að verkum að það verðum mjög spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni."


Nóel kom við sögu í tíu leikjum með aðalliðinu í vetur og á að baki fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann verður átján ára í lok september.
Athugasemdir
banner
banner