Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
banner
   mán 01. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Keane um Maguire: Ég fór yfir strikið og bað hann afsökunar
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sparspekingurinn og fyrrum leikmaðurinn Roy Keane hefur viðurkennt að hann fór yfir strikið í gagnrýni sinni á Harry Maguire, varnarmanni Manchester United.

Keane, sem lék árum áður með United, hefur aldrei verið týpan sem liggur á skoðunum sínum.

Ef honum líkar ekki eitthvað sem er að gerast hjá United þá er hann oft fyrstur til að benda á það.

Maguire gekk í gegnum erfiða tíma í vörn United og fékk mikla gagnrýni, ekki bara frá spekingum, heldur einnig frá netverjum og hafði það veruleg áhrif á andlega heilsu hans.

Englendingurinn hefur síðasta árið náð að koma sér aftur á skrið og er að nálgast sitt besta form, en Keane viðurkenndi fúslega að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni.

„Ég var harður við Harry Maguire. Maður vonast alltaf eftir því að halda sig við fótboltalegar ástæður og auðvitað fjöllum við mikið um United-leiki. Hann var í basli á þeim tíma.“

„En maður hugsar líka um andlega heilsu leikmanna og ég fór klárlega yfir strikið þegar það kom að Maguire. Ég man að eitt skiptið gerði ég hálfpartinn grín að honum og það var bara alls ekki í lagi. Ég fór yfir strikið. Ég spilaði leikinn og veit að þetta er alls ekki auðvelt.“

„Ég er samt nógu mikill maður og bað hann afsökunar. Það er líka þannig að okkur spekingunum verður stundum á,“
sagði Keane í Stick to Football
Athugasemdir
banner
banner