Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   mán 01. júlí 2024 08:56
Elvar Geir Magnússon
Man Utd nær loks samkomulagi um Ashworth
Ashworth er að taka við sem nýr íþróttastjóri Manchester United.
Ashworth er að taka við sem nýr íþróttastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Eftir strembnar viðræður hefur Manchester United loksins náð samkomulagi um þá upphæð sem félagið borgar Newcastæe fyrir þjónustu Dan Ashworth.

Félögin hafa verið í viðræðum síðustu mánuði en Sir Jim Ratcliffe lagði mikla áherslu á að fá Ashworth sem íþróttastjóra. Hann á að hafa mikil völd bak við tjöldin.

The Athletic segir samkomulag loksins í höfn og að Ashworth taki til starfa á næstu vikum. Hann mun meðal annars starfa við frammistöðumat inni á vellinum, leikmannakaup og stefnumótun.

Hann mun starfa náið með Omar Berrada sem er er nýr framkvæmdastjóri Manchester United. Berrada var áður hjá Manchester City.

Ratcliffe hefur gert stórar breytingar á æðstu mönnum bak við tjöldin hjá United en Jason Wilcox var fyrr á árinu ráðinn sem nýr tæknistjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner