Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir gekk í raðir Everton á síðasta ári, eftir að hún varð átján ára gömul. Hún lék með Örebro í Svíþjóð á síðasta tímabili eftir tvö góð tímabil með Fylki í efstu deild á Íslandi.
Cecilía fær ekki atvinnuleyfi á Englandi sökum Brexit og mun því fara á láni frá Englandi til þess að fá að spila.
Cecilía fær ekki atvinnuleyfi á Englandi sökum Brexit og mun því fara á láni frá Englandi til þess að fá að spila.
Markvörðurinn öflugi æfði samkvæmt heimildum Fótbolta.net með franska félaginu Reims í desember og kannaði aðstæður. Það er einn af þeim möguleikum sem koma til greina hjá Cecilíu.
Hún er sem fyrr segir átján ára gömul, uppalin hjá Aftureldingu, hefur spilað fimm landsleiki og einungis fengið á sig eitt mark í þeim. Á liðnu tímabili spilaði hún sjö leiki með Örebro í efstu deild í Svíþjóð.
Reims er í sjötta sæti frönsku deildarinnar og næsti leikur liðsins er eftir tæpar tvær vikur.
Athugasemdir