Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Lloyd Kelly til Juventus (Staðfest)
Mynd: Juventus
Ítalska félagið Juventus hefur hreppt enska varnarmanninn Lloyd Kelly á láni frá Newcastle United út leiktíðina, en skiptin verða gerð varanleg eftir tímabilið.

Kelly er 26 ára gamall og uppalinn hjá Bristol City, en gekk síðan í raðir Bournemouth árið 2019.

Þar spilaði hann í fimm ár áður en hann fór til Newcastle á frjálsri sölu síðasta sumar.

Á þessu tímabili spilaði hann 14 leiki með Newcastle í öllum keppnum.

Juventus hefur verið í leit að fjölhæfum varnarmanni eins og Lloyd, sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður, og hefur félagið nú landað Englendingnum á láni út tímabilið.

Félagaskiptin verða gerð varanleg í sumar en kaupverðið er 20 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner