Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth kaupir 18 ára sóknarmann úr frönsku B-deildinni (Staðfest)
Mynd: Bournemouth
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur staðfest kaupin á franska sóknarmanninum El Junior Kroupi en hann kemur frá B-deildarliði Lorient.

Kroupi er 18 ára gamall og verið að raða inn mörkunum með Lorient á tímabilinu.

Hann gerði 10 mörk fyrir Lorient sem er á toppnum í B-deildinni og skoraði meðal annars um helgina fyrir framan fjölmarga njósnara.

Bournemouth hefur verið í viðræðum við Kroupi síðustu vikur en West Ham skráði sig óvænt í baráttuna á dögunum. West Ham lagði fram 33 milljóna punda tilboð, en ekki náðist samkomulag um hvernig ætti að dreifa greiðslunum og varð því ekkert af skiptunum.

Dyrnar opnuðust aftur fyrir Bournemouth sem nýtti þann möguleika og hefur það nú staðfest komu Kroupi. Talið er að kaupverðið sé töluvert lægra en það sem West Ham var tilbúið að greiða og er það helst vegna þess að Bournemouth var reiðubúið að senda Kroupi aftur til Lorient á láni út tímabilið.

Kroupi er talinn einn efnilegasti leikmaður Frakklands en hann á að baki 23 leiki og 15 mörk með yngri landsliðunum.


Athugasemdir
banner