Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur staðfest kaupin á franska sóknarmanninum El Junior Kroupi en hann kemur frá B-deildarliði Lorient.
Kroupi er 18 ára gamall og verið að raða inn mörkunum með Lorient á tímabilinu.
Hann gerði 10 mörk fyrir Lorient sem er á toppnum í B-deildinni og skoraði meðal annars um helgina fyrir framan fjölmarga njósnara.
Bournemouth hefur verið í viðræðum við Kroupi síðustu vikur en West Ham skráði sig óvænt í baráttuna á dögunum. West Ham lagði fram 33 milljóna punda tilboð, en ekki náðist samkomulag um hvernig ætti að dreifa greiðslunum og varð því ekkert af skiptunum.
Dyrnar opnuðust aftur fyrir Bournemouth sem nýtti þann möguleika og hefur það nú staðfest komu Kroupi. Talið er að kaupverðið sé töluvert lægra en það sem West Ham var tilbúið að greiða og er það helst vegna þess að Bournemouth var reiðubúið að senda Kroupi aftur til Lorient á láni út tímabilið.
Kroupi er talinn einn efnilegasti leikmaður Frakklands en hann á að baki 23 leiki og 15 mörk með yngri landsliðunum.
We are delighted to confirm the permanent signing of FC Lorient attacker Eli Junior Kroupi ????
— AFC Bournemouth ???? (@afcbournemouth) February 3, 2025
The 18-year-old French youth international will remain with the Ligue 2 club for the rest of the 2024/25 season on loan ???? pic.twitter.com/ypQs7mRSh4
Athugasemdir