Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fær ekki fleiri leikmenn - Garnacho verður áfram
Mynd: Getty Images
Búið er að loka glugganum á skrifstofu Manchester United en Fabrizio Romano segir að það komi ekki fleiri leikmenn inn og þá verður argentínski vængmaðurinn Alejandro Garnacho áfram út tímabilið.

Man Utd hefur fengið þá Diego Leon, Ayden Heaven og Patrick Dorgu í glugganum og er það nóg í bili.

Félagið var einnig í leit að sóknarmanni en þeir Christopher Nkunku, Leon Bailey og Mathys Tel voru allir sagðir í sigti United.

Tel snérist hugur og er nú á leið til Tottenham á meðan viðræður United um Bailey og Nkunku náðu aldrei langt.

Romano segir að United sé ekki að plana að fá fleiri leikmenn inn á næstu tímum en Tyrell Malacia mun hins vegar yfirgefa félagið og fara á lán til PSV í Hollandi.

Einnig kemur fram að Garnacho, sem var orðaður við Chelsea og Napoli, verði áfram.

Argentínumaðurinn var utan hóps í grannaslagnum gegn Manchester City í desember og var talið líklegt að hann færi, en hann er aftur kominn í náðina hjá Ruben Amorim, sem hefur hrósað leikmanninum í hástert síðustu vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner