Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur rift samningi sínum við Val. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest. Samningurinn átti að gilda út næsta tímabil.
Sólveig er 21 árs og getur leyst margar stöður framarlega á vellinum. Hún er uppalin hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með HK/Víkingi, Fylki og Aftureldingu í efstu deild og Augnabliki í næstefstu deild.
Sólveig er 21 árs og getur leyst margar stöður framarlega á vellinum. Hún er uppalin hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með HK/Víkingi, Fylki og Aftureldingu í efstu deild og Augnabliki í næstefstu deild.
Sólveig á þá að baki 32 leiki með yngri landsliðum Íslands og á einn skráðan A-landsleik. Sá leikur var U23 landsleikur gegn Eistlandi í sumar.
Í sumar byrjaði hún fimm leiki hjá Val og kom fimm sinnum inn á. Þá byrjaði hún sex leiki með Aftureldingu þar sem hún var á láni fyrri hluta tímabilsins.
Athugasemdir