Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 02. desember 2024 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Erfið ákvörðun framundan hjá Hlín - „Með mjög spennandi valkosti"
Icelandair
Skoraði 15 mörk og lagði upp fjögur í deildinni.
Skoraði 15 mörk og lagði upp fjögur í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Hlín næst?
Hvað gerir Hlín næst?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beta hætti hjá Kristianstad eftir tímabilið 2023.
Beta hætti hjá Kristianstad eftir tímabilið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða.
Mynd: Kristianstad
Hlín fór út til Svíþjóðar eftir tímabilið 2020.
Hlín fór út til Svíþjóðar eftir tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir átti frábært tímabil með Kristianstad í Svíþjóð, skoraði fimmtán mörk í deildinni og endaði næstmarkahæst. Hún er með lausan samning sem stendur og ræddi við Fótbolta.net um nýliðið tímabil og framtíðina.

Hlín er í byrjunarliði Íslands sem mætir því danska í vináttulandsleik sem hefst klukkan 17:00. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir leikinn.

„Þetta var mitt besta tímabil á ferlinum til þessa, ég átti alveg góð tímabil á Íslandi áður en ég fór út, fór út í sterkara umhverfi og síðan ég kom til Svíþjóðar hafa tímabilin orðið betri með hverju árinu," segir Hlín sem var að klára sitt fjórða tímabil eftir að hafa farið út til Piteå frá Val árið 2020. „Mörk, stoðsendingar og líka hvar liðið endar í töflunni, ég hef aldrei verið í liði í Svíþjóð sem hefur endað ofar en 4. sætið."

„Ég held ég sé bara að verða eldri, reyndari og búin að æfa fótbolta í fleiri ár. Maður vill hafa það þannig að maður sé að bæta sig með tímanum og vonandi verður næsta tímabil mitt besta hingað til."

„Maður á ekki að sjá eftir neinu en það var kafli um mitt tímabil þar sem við töpuðum nokkrum leikjum í röð og ég var ekki að skora. Það er alveg pirrandi af því að við hefðum getað barist um Evrópusæti ef við hefðum verið í sama formi þar og við vorum restina af tímabilinu. Ég held að ég eigi alveg inni og við sem lið líka. Eg er samt sátt við mjög margt, sérstaklega bætinguna, bæði hjá mér og liðinu, hvernig við bættum okkur frá janúar og til dagsins í dag."


Umbreytingin gekk þægilega fyrir sig
Elísabet Gunnarsdóttir sagði skilið við Kristianstad eftir tímabilið 2023 eftir að hafa verið aðalmanneskjan í félaginu í mjög langan tíma. Nýr þjálfari liðsins hafði verið aðstoðarþjálfari Betu.

„Það var auðvitað breyting og leiðtogahæfileikarnir hjá Betu eru að mínu mati frekar einstakir. Við héldum að miklu leyti í sama hóp og þjálfararnir sem tóku við voru aðstoðarþjálfarar hjá Betu. Kristianstad er áfram með sömu gildi sem félag og lið. Þetta var því frekar þægilegt 'transition' (umbreyting)."

Geggjað að fá Guðnýju og Kötlu
Fyrir tímabilið gengu þær Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir í raðir Kristianstad. Hlín er mjög ánægð með að þær hafi komið.

„Það var geggjað að fá þær. Þær eru bæði á meðal allra bestu leikmanna liðsins og utan vallar erum við alltaf saman. Það er ógeðslega þægilegt að geta alltaf leitað til þeirra. Það er skemmtilegt að hafa þær með sér."

Leiksigur hjá Kötlu
Það var merkileg mynd birt eftir lokaleik tímabilsins þar sem Guðný Árnadóttir fór niður á hnén, eins og hún væri að biðja Hlínar. Myndina má sjá hér til hliðar.

„Ég er búin að tjá mig nóg um þessa mynd, ræddi hana í svona fimm viðtölum í Svíþjóð," segir Hlín og hlær.

„Það er ekkert á bakvið þessa mynd. Við fengum medalíu fyrir að lenda í 4. sætið, í Svíþjóð eru tvær silfurmedalíur. Hún kom í einhverju litlu boxi og okkur fannst þetta fyndið, en ekkert meira en það. Þetta gerðist á einni sekúndu, Guðnýju fannst hún vera minnsti leikarinn þannig hún ákvað að fara niður á hnén og Katla var með leiksigur í bakgrunninum. Ég fékk svo þriðja hlutverkið. Þetta var ekkert útpælt. Ljósmyndarinn okkar hoppaði á vagninn og smellti af myndum."

Hvað skal gera næst?
Hlín er með lausan samning, hún veit af áhuga annars staðar frá en útilokar ekki að vera áfram hjá Vålerenga.

„Akkúrat núna er ég bara hér á Spáni með landsliðinu og ætla að hafa allan fókus á því. Síðan eigum við eftir að sjá. Það er ekki alveg ákveðið hvort ég verði áfram hjá Kristianstad eða hvort ég ætli að taka næsta skref núna. Dagarnir eftir landsliðsverkefni fara líklegast í að ákveða það."

„Ég finn fyrir áhuga annars staðar frá, það eru nokkur lið búin að sýna mér áhuga og það er mjög gaman og heiður. En ég er líka á góðum stað og geri mér grein fyrir því. Ég þarf að vanda valið og það er ýmislegt að hugsa um."


Hjá sóknarmanninum stendur valið á milli þess að vera áfram hjá Kristianstad eða fara í sterkari deild. Er eitthvað af þessum félögum sem hafa sýnt þér áhuga sem þú er ótrúlega spennt fyrir?

„Já, það er það alveg. Ég er alveg með valkosti sem mér finnst mjög spennandi, en það sem er að gera ákvörðunina flókna er að valkosturinn að vera áfram í Kristianstad er mjög spennandi. Hlutverkið mitt þar verður bara stærra og stærra og við erum að verða betri og betri. Það er því ekki mikið sem talar með því að fara þaðan, en að sjálfsögðu langar mig að taka næsta skref líka."

„Ég þarf að taka ákvörðun fljótlega og það verður ekki mjög auðveld ákvörðun,"
segir Hlín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner