PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   þri 03. september 2013 06:00
Ólafur Ingi Guðmundsson
Heimild: KFÍA.is  
Jón Þór Hauksson ráðinn nýr yfirþjálfari KFÍA
Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri og Jón Þór Hauksson yfirþjálfari
Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri og Jón Þór Hauksson yfirþjálfari
Mynd: Ólafur Ingi Guðmundsson
Jón Þór Hauksson hefur verið ráðinn yfirþjálfari Knattspyrnufélags ÍA en gengið var frá ráðningu hans formlega um nýliðna helgi.

Jón Þór hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2008 en hann var þá aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en það haust tók hann síðan við þjálfun við 3. flokks karla.

Ári síðar tók hann við þjálfun 2. flokks karla ÍA sem hann stýrði til haustsins 2012 en þá tók hann við afreksþjálfun hjá félaginu sem hann hefur sinnt síðan ásamt því að hafa aðstoðað Þorvald Örlygsson við þjálfun Skagaliðsins í sumar.

Í viðtali á heimasíðu KFÍA segir hann: „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig, ég sé fram á virkilega spennandi tíma enda um krefjandi og áhugavert starf að ræða. Ég hlakka til að fara vinna með góðu fólki en félagið hefur á sínum snærum afar færa þjálfara auk þess sem það býr yfir miklum efnivið enda mikið af spennandi krökkum í yngri flokkum félagsins. Samhliða yfirþjálfara starfinu mun ég sinna áfram afreksþjálfun félagins og sé ég því bara fram á spennandi tíma á komandi misserum," sagði hinn nýráðni yfirþjálfari KFÍA í samtali við vefsíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner