Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkamstjáning Amorim segir allt sem segja þarf - „Líkar ekki vel við eigið lið“
Mynd: EPA
Fyrrum United-maðurinn Paul Scholes heldur því fram að Ruben Amorim sé ekki hrifinn af leikmannahópnum hjá Manchester United og að hann geti ekki beðið eftir að gera breytingar á honum í sumar.

Amorim tók við þjálfun United í nóvember á síðasta ári og aðeins unnið þrettán leiki í öllum keppnum.

Enn ein vonbrigði tímabilsins komu í gær er United gerði 2-2 jafntefli við Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Andre Onana, markvörður United, kostaði liðið sigurinn með tveimur dýrkeyptum mistökum.

Portúgalski stjórinn var eðlilega vonsvikinn með úrslitin, eins og svo oft áður á tímabilinu, og er Scholes fullviss um að honum líki ekki einu sinni við liðið sem hann er með í höndunum.

„Ég held að Ruben Amorim trúi því (að liðið geti haldið áfram að bæta sig), en ég held að hann sé ekki hrifinn af eigin liði, svona ef ég á að vera hreinskilinn. Hann veit að hann er ekki með frábært fótboltalið og bæði vill og þarf betra.“

„Það er hægt að sjá það bara með því að sjá hvernig hann er á hliðarlínunni. Fyrir mér virðist hann alltaf vonsvikinn,“
sagði Scholes.

Það er á hreinu að Amorim mun gera breytingar á hópnum í sumar og er talið að margir munu yfirgefa félagið. Stórar breytingar velta þó líka á því hvort United komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð, en til þess að það sé möguleiki þarf United að vinna Evrópudeildina, sem verður hægara sagt en gert.
Athugasemdir
banner