Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Albert ónotaður varamaður í sigri Fiorentina - Betis í góðum málum
Fiorentina er í ágætum málum
Fiorentina er í ágætum málum
Mynd: EPA
Cedric Bakambu fagnar marki sínu gegn Jagiellonia
Cedric Bakambu fagnar marki sínu gegn Jagiellonia
Mynd: EPA
Fiorentina, Rapid Vín og Real Betis eru öll í ágætis málum fyrir síðari leikina í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu.

Fiorentina vann 2-1 útisigur á slóvenska liðinu Celje. Albert Guðmundsson var á bekknum hjá Flórensarliðinu en kom ekkert við sögu.

Varnarmaðurinn Luca Ranieri með góðu skoti úr þröngu færi á 27. mínútu og bætti Rolando Mandragora við öðru úr vítaspyrnu þegar hálftími var eftir.

Slóvenska liðið náði að minnka muninn úr vítaspyrnu sex mínútum síðar og þar við sat.

Celje átti góða kafla í leiknum og er enn inn í einvíginu en þó erfitt að sjá það ná hagstæðum úrslitum í Flórens.

Real Betis vann Jagiellonia frá Póllandi, 2-0. Cedric Bakambu og Jesus Rodriguez skoruðu mörk Betis í fyrri hálfleiknum.

Spánverjarnir gátu hæglega skorað fleiri mörk en liðið átti alls 27 tilraunir í leiknum. Það vonar nú að tveggja marka forysta verði nóg eftir þessa tvo leiki.

Rapid Vín lagði þá Djurgården að velli, 1-0, í Stokkhólmi. Sjálfsmark Hampus Finndell eftir klukkutímaleik skildi liðin að en seinni leikurinn er spilaður í Vín næsta fimmtudag.

Betis 2 - 0 Jagiellonia
1-0 Cedric Bakambu ('24 )
2-0 Jesus Rodriguez ('45 )

Celje 1 - 2 Fiorentina
0-1 Luca Ranieri ('27 )
0-2 Rolando Mandragora ('62 , víti)
1-2 Logan Delaurier-Chaubet ('68 , víti)

Djurgarden 0 - 1 Rapid
0-1 Hampus Finndell ('62 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner