Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Annar sigurinn í röð hjá Eggerti og Freysa
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann
Mynd: Kortrijk
Daníel Freyr Kristjánsson og félagar hans í Fredericia eru komnir í góða stöðu í B-deildinni í Danmörku
Daníel Freyr Kristjánsson og félagar hans í Fredericia eru komnir í góða stöðu í B-deildinni í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu annan leik sinn í norsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið lagði Strömsgodset að velli, 2-1, á Brann Stadion í Bergen.

Freyr tók við liði Brann fyrir tímabilið en liðið átti enga draumabyrjun á tímabilinu og tapaði 3-0 fyrir Fredrikstad.

Liðið hefur náð að svara þokkalega fyrir það en það vann Tromsö í annarri umferð og síðan annan leikinn í röð með sigrinum á Strömsgodset í kvöld.

Eggert Aron Guðmundsson byrjaði hjá Brann á meðan Logi Tómasson var á bekknum hjá Strömgodset.

Logi kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleik en Eggert fór af velli í liði Brann þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir.

Brann er með sex stig eftir þrjá leiki en Strömgodset aðeins þrjú stig.

Hilmir Rafn Mikaelsson kom þá inn af bekknum hjá Viking sem vann hans gamla félag Kristiansund, 3-1.

Framherjinn skoraði þrjú mörk fyrir Kristiansund á síðustu leiktíð áður en hann gekk í raðir Viking.

Hann lék síðasta stundarfjórðunginn í kvöld en þetta var annar leikur hans á tímabilinu. Viking er með sex stig eins og Íslendingalið Brann.

Daníel Freyr Kristjánsson lék allan leikinn með Fredericia sem vann óvæntan 5-1 stórsigur á Horsens í meistarariðli dönsku B-deildarinnar.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Fredericia var fyrir leikinn í öðru sæti með aðeins þriggja stiga forystu á Horsens sem var í þriðja sætinu.

Fredericia lenti marki undir eftir aðeins þrjár mínútur en svaraði með þremur fyrir hálfleik og síðan tveimur í síðari hálfleik. Galdur Guðmundsson, sem er á láni hjá Horsens frá FCK, var ekki í hópnum hjá Horsens.

Sex stig skilja nú liðin að þegar sjö leikir eru eftir af mótinu en liðin sem hafna í tveimur efstu sætunum tryggja sér sæti í úrvalsdeildina fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner