Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Selfoss skoraði fimm og fer áfram í 32-liða úrslit - Mæta Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH 2 - 5 Selfoss
0-1 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('11 )
0-2 Alexander Clive Vokes ('13 )
0-3 Aron Lucas Vokes ('22 )
1-3 Brynjar Jónasson ('33 )
1-4 Eysteinn Ernir Sverrisson ('42 )
1-5 Aron Lucas Vokes ('78 )
2-5 Alex Már Júlíusson ('90 )

Selfoss er komið áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að liðið vann 5-2 sigur á ÍH í Skessunni í kvöld.

Selfyssingar komust í þriggja marka forystu rúmum tuttugu mínútum. Elvar Orri Sigurbjörnsson var fyrstur til að skora á 11. mínútu og tveimur mínútum síðar var Alexander Clive Vokes búinn að tvöfalda forystuna.

Aron Lucas Vokes, frændi Alexanders, gerði þriðja markið á 22. mínútu áður en Brynjar Jónasson minnkaði muninn fyrir ÍH.

Eysteinn Ernir Sverrisson náði að koma Selfyssingum aftur í þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti.

Tólf mínútum fyrir leikslok bætti Aron Lucas við öðru marki sínu áður en Alex Már Júlíusson klóraði í bakkann fyrir ÍH á lokamínútunum.

Selfoss áfram og mætir liðið Haukum í 32-liða úrslitum en leikurinn verður spilaður næsta föstudag á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

ÍH Óskar Sigþórsson (72') (m), Arnór Pálmi Kristjánsson, Alex Már Júlíusson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Bjarki Þór Þorsteinsson (64'), Brynjar Jónasson, Benjamín Bæring Þórsson, Atli Hrafnkelsson, Hákon Gunnarsson (64'), Örn Rúnar Magnússon (46'), Jhon Orlando Rodriguez Vergara (72')
Varamenn Úlfur Torfason, Magnús Fannar Magnússon (72'), Sigurður Gísli Bond Snorrason (64'), Arnar Sigþórsson (64'), Ricardo Alejandro Rivas Garcia (46'), Kristjón Benedikt Hofstaedter, Jakub Jan Mazur (72') (m)

Selfoss Robert Blakala (m), Alexander Clive Vokes (52'), Ívan Breki Sigurðsson, Daði Kolviður Einarsson, Aron Lucas Vokes, Aron Fannar Birgisson (64'), Ignacio Gil Echevarria, Dagur Jósefsson, Elvar Orri Sigurbjörnsson (64'), Frosti Brynjólfsson (78'), Eysteinn Ernir Sverrisson
Varamenn Reynir Freyr Sveinsson (78), Guðmundur Stefánsson (52), Brynjar Bergsson (64), Einar Breki Sverrisson, Elías Karl Heiðarsson (64), Einar Bjarki Einarsson (78), Arnór Elí Kjartansson (m)
Athugasemdir