Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Mjólkurbikarinn, meistarar meistaranna og fjórir leikir í Bestu
Breiðablik og Valur eigast við í meistarar meistaranna
Breiðablik og Valur eigast við í meistarar meistaranna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur tekur á móti KA
Víkingur tekur á móti KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar mæta Blikum í Úlfarsárdal
Framarar mæta Blikum í Úlfarsárdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lífleg dagskrá er í íslenska boltanum þessa helgina en önnur umferð Mjólkurbikarsins heldur áfram, Breiðablik og Valur mætast í meistarar meistaranna í kvennaboltanum og þá fara fjórir leikir fram í Bestu deild karla.

Í kvöld spila Breiðablik og Valur í meistarar meistaranna á Kópavogsvelli.

Breiðablik varð Íslandsmeistari í ár á meðan Valur varð bikarmeistari.

Völsungur og Selfoss eigast þá við í úrslitum C-deildar Lengjubikars kvenna og þá eru þrír leikir í 2. umferð í Mjólkurbikar karla.

Tveir leikir eru spilaðir á morgun. Tindastóll og Völsungur mætast í norðanslag í Mjólkurbikarnum og þá spilar Höttur/Huginn við KFG í undanúrslitum B-deildar Lengjubikarsins.

Fjórir leikir fara fram í 2. umferð Bestu deildar karla á sunnudag en hæst ber að nefna leik Víkings og KA. Liðin tvö áttust við í bikarúrslitum á síðasta ári og eiga Víkingar þar harma að hefna eftir að hafa óvænt tapað þeim leik.

Vestri mætir FH en óvíst er hvort leikurinn fari fram þar sem spáð er slæmu veðri á Ísafirði. Afturelding og ÍBV eigast við í nýliðaslag og þá mætast Fram og Breiðablik í Úlfarsárdal.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 11. apríl

Lengjubikar karla - C-deild, úrslit
19:00 KH-Álftanes (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Lengjubikar kvenna - B-deild
20:00 HK-Grótta (Kórinn)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
16:00 Völsungur-Selfoss (PCC völlurinn Húsavík)

Mjólkurbikar karla
18:10 Njarðvík-BF 108 (Nettóhöllin-gervigras)
19:15 Grótta-Víðir (AVIS völlurinn)
20:00 Augnablik-ÍR (Fífan)

Meistarar meistaranna konur
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)

laugardagur 12. apríl

Lengjubikar karla - B-deild, úrslit
15:00 Höttur/Huginn-KFG (Boginn)

Mjólkurbikar karla
14:00 Tindastóll-Völsungur (Sauðárkróksvöllur)

sunnudagur 13. apríl

Lengjubikar karla - C-deild, úrslit
14:00 Smári-KÁ (Fagrilundur - gervigras)

Besta-deild karla
14:00 Vestri-FH (Kerecisvöllurinn)
17:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
19:15 Fram-Breiðablik (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
2.    Víkingur R. 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Stjarnan 1 1 0 0 2 - 1 +1 3
4.    ÍA 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
5.    KA 1 0 1 0 2 - 2 0 1
6.    KR 1 0 1 0 2 - 2 0 1
7.    Valur 1 0 1 0 1 - 1 0 1
8.    Vestri 1 0 1 0 1 - 1 0 1
9.    FH 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
10.    Fram 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
11.    Afturelding 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
12.    ÍBV 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
Athugasemdir
banner