Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Arsenal og Liverpool eiga heimaleiki
Liverpool getur sett nokkra fingur á titilinn um helgina
Liverpool getur sett nokkra fingur á titilinn um helgina
Mynd: EPA
32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst um helgina og spila tvö efstu liðin, Liverpool og Arsenal, á heimavelli.

Englandsmeistarar Manchester City hefja umferðina gegn Crystal Palace á Etihad. Leikurinn fer fram 11:30 en Man City er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Man City er sem stendur í 6. sæti en sem betur fer fyrir liðið fær England fimm sæti í keppnina í ár þökk sé 3-0 sigri Arsenal á Real Madrid í vikunni.

Brighton mætir fallbaráttuliði Leicester á AMEX-leikvanginum og þá spilar Nottingham Forest við Everton. Fallið lið Southampton fær Aston Villa í heimsókn áður en Arsenal og Brentford loka deginum á Emirates.

Arsenal er ellefu stigum á eftir toppliði Liverpool og ekki enn gefið upp von á titlinum.

Fjórir leikir eru spilaðir á sunnudag. Chelsea tekur á móti Ipswich Town a Stamford Bridge og topplið Liverpool fær þá West Ham í heimsókn á Anfield.

Liverpool tapaði síðasta deildarleik gegn Fulham eftir röð varnarmistaka. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn liðsins svara fyrir það.

Wolves og Tottenham mætast í Wolverhampton og síðan eigast Newcastle United og Manchester United við á St. James' Park í síðasta leik helgarinnar.

Laugardagur:
11:30 Man City - Crystal Palace
14:00 Brighton - Leicester
14:00 Nott. Forest - Everton
14:00 Southampton - Aston Villa
16:30 Arsenal - Brentford

Sunnudagur:
13:00 Chelsea - Ipswich Town
13:00 Liverpool - West Ham
13:00 Wolves - Tottenham
15:30 Newcastle - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 32 17 12 3 57 27 +30 63
3 Nott. Forest 32 17 6 9 51 38 +13 57
4 Man City 32 16 7 9 62 42 +20 55
5 Aston Villa 32 15 9 8 49 46 +3 54
6 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
7 Newcastle 30 16 5 9 52 39 +13 53
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 32 12 12 8 51 49 +2 48
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Brentford 32 12 7 13 52 48 +4 43
12 Crystal Palace 31 11 10 10 41 40 +1 43
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Everton 32 8 14 10 34 38 -4 38
15 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 32 4 6 22 27 72 -45 18
20 Southampton 32 2 4 26 23 77 -54 10
Athugasemdir
banner
banner