Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Vill frekar taka á sig launalækkun en að fara aftur til Englands
Leroy Sane
Leroy Sane
Mynd: EPA
Leroy Sane, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, hefur ekki áhuga á því að snúa aftur til Englands í sumar og vill hann heldur taka á sig launalækkun hjá Bæjurum, en það er Sky sem greinir frá.

Sane verður samningslaus í sumar og hefur verið að skoða framtíð sína gaumgæfilega.

Bayern er tilbúið að halda honum en ekki á þeim launum sem hann þénar í dag. Talið er að hann sé með um 20 milljónir evra í árslaun, en Bayern hefur boðið honum nýjan þriggja ára samning.

Hann mun lækka verulega í launum en samkvæmt Sky fengi hann 10 milljónir evra sem geta hækkað upp í 13 milljónir evra ef ákveðnum áföngum er náð.

Arsenal og Liverpool eru sögð afar áhugasöm um að fá Sane í sumar, en áhugi hans liggur ekki þar. Hann er sagður vilja vera áfram hjá Bayern út næsta tímabil á lægri launum og sé ekki að hugsa um að snúa aftur til Englands á þessum tímapunkti.

Þessi 29 ára gamli vængmaður spilaði með Manchester City frá 2016 til 2020 og vann þar fjölda titla. Hann kom að 82 mörkum í 135 leikjum fyrir félagið ásamt því að hafa verið valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2017-2018.
Athugasemdir
banner