Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn um helgina - Tapar Real Madrid þriðja leiknum í röð?
Real Madrid gæti skráð sig úr titilbaráttu um helgina
Real Madrid gæti skráð sig úr titilbaráttu um helgina
Mynd: EPA
Um helgina fer fram 31. umferð La Liga á Spáni og fær Barcelona tækifæri til að ná níu stiga forystu í titilbaráttunni gegn erkifjendum sínum í Real Madrid.

Barcelona heimsækir Leganes annað kvöld en liðið hefur verið á blússandi siglingu á nýju ári og ekki enn tapað leik.

Ekki er sömu sögu að segja af Real Madrid sem hefur tapað fimm leikjum í öllum keppnum á árinu, þar af þremur deildarleikjum. Real Madrid tapaði síðasta deildarleik gegn Valencia og einnig gegn Arsenal í Meistaradeildinni í miðri viku.

Liðið heimsækir Alaves á sunnudag en tap mun líklega gera út um möguleika liðsins á að vinna deildina.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad taka á móti Mallorca í San Sebastian. Sociedad er í 8. sæti en heldur áfram í von um að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:00 Valencia - Sevilla

Laugardagur:
12:00 Real Sociedad - Mallorca
14:15 Getafe - Las Palmas
16:30 Celta - Espanyol
19:00 Leganes - Barcelona

Sunnudagur:
12:00 Osasuna - Girona
14:15 Alaves - Real Madrid
16:30 Betis - Villarreal
19:00 Athletic - Vallecano
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 30 21 4 5 83 29 +54 67
2 Real Madrid 30 19 6 5 63 31 +32 63
3 Atletico Madrid 30 17 9 4 49 24 +25 60
4 Athletic 30 14 12 4 46 24 +22 54
5 Villarreal 29 13 9 7 51 39 +12 48
6 Betis 30 13 9 8 41 37 +4 48
7 Celta 31 12 7 12 44 44 0 43
8 Mallorca 31 12 7 12 31 37 -6 43
9 Real Sociedad 31 12 5 14 30 34 -4 41
10 Vallecano 30 10 10 10 33 35 -2 40
11 Getafe 31 10 9 12 31 28 +3 39
12 Valencia 31 9 10 12 35 47 -12 37
13 Sevilla 31 9 9 13 34 42 -8 36
14 Osasuna 30 7 14 9 34 43 -9 35
15 Espanyol 30 9 8 13 32 40 -8 35
16 Girona 30 9 7 14 37 46 -9 34
17 Alaves 30 7 9 14 33 44 -11 30
18 Las Palmas 31 7 8 16 37 52 -15 29
19 Leganes 30 6 10 14 29 47 -18 28
20 Valladolid 30 4 4 22 19 69 -50 16
Athugasemdir
banner