Önnur umferð Bestu deildarinnar fer fram á sunnudag og mánudag, fjórir leikir verða spilaðir á sunnudag og tveir á mánudag.
Athygli er vakin á því að heimaleikur KR og Vals fer fram í Laugardalnum, á AVIS-vellinum, þar sem unnið er að því að leggja gervigras á Meistaravelli í Vesturbænum. Það er slæm veðurspá fyrir leikinn á Ísafirði, en það á að spila þann leik á morgun.
Halldór Smári spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvo leiki rétta. Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Brann í Noregi, spáir í leiki 2. umferðar.
Athygli er vakin á því að heimaleikur KR og Vals fer fram í Laugardalnum, á AVIS-vellinum, þar sem unnið er að því að leggja gervigras á Meistaravelli í Vesturbænum. Það er slæm veðurspá fyrir leikinn á Ísafirði, en það á að spila þann leik á morgun.
Halldór Smári spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvo leiki rétta. Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Brann í Noregi, spáir í leiki 2. umferðar.
Vestri 2 - 1 FH (sunnudagur, 14:00)
Tricky leikur. Bæði lið spiluðu lágt í síðustu umferð. Liðið sem ætlar að stjórna leiknum mun tapa. FH horfa á sig sem betra liðið þannig þeir verða með boltann og Vestri mun sækja hratt. Það hentar Vestra betur og þeir sigra 2-1. FH ingarnir eru ekki alveg í sama standi og þegar doc sá þá í myndatöku fyrir Pepsi deildina 2016.
Afturelding 1 - 1 ÍBV (sunnudagur, 17:00)
Bæði lið að koma úr erfiðum leikjum. Afturelding verður meira með boltann og verða skemmtilegir í sumar. En ÍBV kemst yfir, verður erfitt fyrir Eldinguna en Mosfellingar ná að jafna undir lok leiks með vítaspyrnu.
Fram 0 - 2 Breiðablik (sunnudagur, 19:15)
Líst vel á Fram liðið. En vantar the AD (Arnas Daníels) dýnamíkina og físikina til að halda í við Blikana. Jafnt i hálfleik en Blikarnir líta mjög vel út og taka þetta 0-2. Óli Valur og Höskuldur með mörkin.
Víkingur 2 - 0 KA (sunnudagur, 19:15)
Vikes hafa verið í basli með KA uppá síðkastið. En heima í Fossvoginum sé ég það ekki gerast. Valdimar og Helgi með mörkin.
KR 2 - 2 Valur (mánudagur, 19:15)
Fyrir tímabil hefði ég alltaf sagt KR. Hins vegar verður enginn Aron Sig eða Hjalti sem er harðasti talsmaður Borås og ég veit ekki hver staðan er með Júlla, en á móti er mikil neikvæðni í garð Valsmanna. Ég held að þeir verði á sínum degi og verða betri aðilinn en það verður ekki nóg. Dóri lokar markinu en fær á sig 2. Jói setur 1-2 fyrir KR og Jónatan skorar fyrir Valsara.
Stjarnan 2 - 1 ÍA (mánudagur, 19:15)
Mínir menn fá Skagamenn i heimsókn. Hörkuleikur. En þar sem við erum með einn kexaðan Árna Snæ í markinu, sem hleypur í hornin hjá þeim sem hann þekkir, taka mínir menn þetta 2-1. Árni mun toppa sig eftir síðasta leik og biðja um aðhlynningu þrisvar sinnum. Andri og Dolli með mörkin og Balli Bernds með einn frá 30 metrunum fyrir Skagamenn.
Skagamenn enda hinsvegar með 10 leikmenn. Haukur Andri ennþá uppi eftir U21 um daginn og fær að líta á rauða spjaldið.
Fyrri spámenn
Halldór Smári (2 réttir)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
2. Víkingur R. | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
3. Stjarnan | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
4. ÍA | 1 | 1 | 0 | 0 | 1 - 0 | +1 | 3 |
5. KA | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
6. KR | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
7. Valur | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
8. Vestri | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. FH | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
10. Fram | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 1 | -1 | 0 |
11. Afturelding | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
12. ÍBV | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
Athugasemdir