Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Fær stórt hrós frá Maresca - „Varð ástfanginn af honum í kvöld“
Josh Acheampong í leiknum gegn Legia í kvöld
Josh Acheampong í leiknum gegn Legia í kvöld
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sparaði ekki hrósið þegar hann talaði um Josh Acheampong eftir 3-0 sigurinn á Legia Varsjá í Sambandsdeildinni í kvöld.

Ítalinn talaði um ungu leikmennina eftir leik og byrjaði á að ræða frammistöðu hins 17 ára gamla Tyrique George sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið snemma í síðari hálfleiknum.

„Í fyrsta lagi er ég ánægður fyrir hönd unglingastarfsins því hann kemur þaðan og ég er auðvitað líka ánægður fyrir hans hönd. Hann var frekar góður í fyrri hálfleiknum, tók ábyrgð og í seinni hálfleik var hann enn betri,“ sagði Maresca, sem lýsti síðan yfir ást sinni á Acheampong, sem hefur tekist að sanna sig í öllum þeim stöðum sem hann hefur spilað fyrir félagið.

„Josh Acheampong er sá sem ég varð ástfanginn af í kvöld því fyrir mér getur hann orðið stórkostlegur leikmaður fyrir félagið og fótboltann í heild sinni.

„Góður leikmaður sýnir þér að hann geti spilað mismunandi stöður og gerir vel hvar sem honum er spilað. Hann var góður í bakverði, miðju og miðverði þannig þetta snýst ekki um að spila þessa eða einhverja aðra stöðu. Ef þú ert góður leikmaður þá getur þú spilað í mörgum stöðum.“

„Ég varð ástfanginn af honum í kvöld, en í hreinskilni sagt hef ég verið það síðan tímabilið fór af stað. Hann sýndi að hann getur orðið ótrúlega góður fyrir félagið,“
sagði stjórinn við blaðamenn.
Athugasemdir
banner