Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði ekki fyrsta marki sínu fyrir United - „Viljum vinna og því enginn tími til að fagna“
Leny Yoro
Leny Yoro
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Leny Yoro skoraði fyrsta mark sitt fyrir Manchester United í kvöld en gat ekki notið þess eins mikið og hann hefði viljað.

Yoro gerði fyrra mark United í leiknum er hann stýrði skoti Manuel Ugarte í nærhornið og jafnaði þar með metin í 1-1.

Frakkinn hefur lengi beðið eftir því að skora fyrsta mark sitt fyrir félagið en fagnaði því ekki.

Hann sótti boltann og hljóp strax til baka í stað þess að fagna markinu af innlifun.

„Ég naut þess ekkert sérstaklega mikið og fagnaði ekki því það er bara eðlilegt í þessari stöðu. Við viljum vinna og það er enginn tími til að fagna. Ég er ótrúlega ánægður með að hafa skorað fyrsta mark mitt. Við unnum ekki, en það er allt í lagi.“

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég hugsaði ekki um neitt, heldur setti bara hausinn í þetta og reyndi að skora

„Við vörðumst mjög vel og fannst við gera nokkuð vel. Þéttleikinn var til staðar og við reyndum að koma í veg fyrir allar skyndisóknir. Það eru þessir hlutir sem við þurfum að halda áfram að gera og gefa allt okkar á Old Trafford.“

„Ég held að ef við hefðum unnið 2-1 þá værum við aðeins öruggari, en svo fáum við þetta mark á okkur. Það er erfitt að taka því en við verðum að halda haus. Við töpuðum ekki og getum unnið einvígið heima,“
sagði Yoro í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner